Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2023 18:34 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir tilboð SA með öllu óviðunandi. Vísir/Ívar Fannar Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57
Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00
SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47