Fulltrúi fréttastofu var á meðal gesta í Háskólabíó og var almennt góður rómur og létt yfir fólki. En á því voru örfáar undantekningar sem eftir var tekið.
Sýningunni var lokið um klukkan 21:30 og voru lætin í kringum nokkuð fjölmennan hóp. Fólk líklega á milli tvítugs og þrítugs. Tveir hið minnsta höfðu gengið hvor upp að öðrum, skallað hvor annan og slegið frá sér.
Þá brotnaði bílrúða einnig í átökunum en nokkur ringulreið myndaðist í kringum mennina tvo.
Fjórir lögreglumenn mættu á vettvang til þess að stilla til friðar en átökin leystust ansi fljótt upp. Að átökum loknum tók lögregla skýrslu af vitnum á svæðinu.