„Ég hef fullan stuðning“ Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 15:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Getty Images Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira