Um 500 manns óskast til starfa á Egilsstöðum og næsta nágrenni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2023 20:05 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem segir að það sé hæglega hægt að taka á móti 500 manns í vinnu í Múlaþingi og sveitarfélögunum þar í kring ef húsnæði væri til staðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns vantar nú til starfa við ýmis störf á Egilsstöðum og næsta nágrenni. En það sem verra er, það er ekkert húsnæði til fyrir það fólk, sem vildi ráða sig til starfa á svæðinu. Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum. Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum.
Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira