Fluginu frestað eftir árekstur á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 20:45 Farþegar vélarinnar voru beðnir að safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar og bíða frekari upplýsinga. Una María Flugvél á vegum hollenska flugfélagsins Transavia, sem áætlað var að flygi til Amsterdam nú í kvöld, er ekki á förum í bráð. Ástæðan er sú að ökutæki við störf á flugvellinum var ekið á vélina. Í samtali við Vísi segir Una María Magnúsdóttir, sem var stödd inni í vélinni þegar fréttastofa náði af henni tali, að flugmaðurinn hefði tjáð farþegum að því miður yrði ekki flogið í kvöld vegna þessa óhapps sem varð meðan vélin var í stæði. „Við fengum tilkynningu um að það hefði ökutæki keyrt á vélina og hún væri of sködduð til að fljúga,“ segir Una. Farþegar bíði frekari upplýsinga Farþegar hafi verið beðnir að fara frá borði og safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar þar sem þeim var tjáð að þeir fengju nýtt flug klukkan 9:30 í fyrramálið. „Flugmaðurinn sagði að vélin væri það sködduð að þau þyrftu að fá einhverja skoðun til að mega fljúga með okkur. Helst hefðu þau viljað setja okkur í nýja vél en það væri engin laus. Þannig að það eru bara allir á hótel og reynt aftur á morgun,“ sagði Una. Sjálf ætlaði hún þó ekki að verja nóttinni á hóteli, heldur hafði hún þegar hringt í kærastann sinn sem ætlaði að koma um hæl og sækja hana. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfesti í samtali við fréttastofu að ekið hefði verið á vélina og málið væri í skoðun. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 20:56. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Una María Magnúsdóttir, sem var stödd inni í vélinni þegar fréttastofa náði af henni tali, að flugmaðurinn hefði tjáð farþegum að því miður yrði ekki flogið í kvöld vegna þessa óhapps sem varð meðan vélin var í stæði. „Við fengum tilkynningu um að það hefði ökutæki keyrt á vélina og hún væri of sködduð til að fljúga,“ segir Una. Farþegar bíði frekari upplýsinga Farþegar hafi verið beðnir að fara frá borði og safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar þar sem þeim var tjáð að þeir fengju nýtt flug klukkan 9:30 í fyrramálið. „Flugmaðurinn sagði að vélin væri það sködduð að þau þyrftu að fá einhverja skoðun til að mega fljúga með okkur. Helst hefðu þau viljað setja okkur í nýja vél en það væri engin laus. Þannig að það eru bara allir á hótel og reynt aftur á morgun,“ sagði Una. Sjálf ætlaði hún þó ekki að verja nóttinni á hóteli, heldur hafði hún þegar hringt í kærastann sinn sem ætlaði að koma um hæl og sækja hana. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfesti í samtali við fréttastofu að ekið hefði verið á vélina og málið væri í skoðun. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 20:56.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira