Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Fyrri hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2023 10:01 Ýmir Örn Gíslason spilar aðallega vörnina hjá Rhein-Neckar Löwen. getty/Simon Hofmann Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í fyrri hluta yfirferðarinnar verður fjallað um markverðina, horna- og línumennina í HM-hópnum. Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent. Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent.
Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira