Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 14:42 Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar stéttarfélags, sem staðsett er í Norðurþingi á Norðurlandi eystra. Vísir/Arnar Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent