Hvenær er nóg nóg? Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun