Hlýjasta sumar í Evrópu frá því mælingar hófust Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. janúar 2023 16:18 Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Hitinn náði þó ekki yfir meðaltal á Íslandi. EPA Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Í öllum löndum Evrópu, nema á Íslandi, var hitinn yfir meðaltali samanborið við árin 1991 til 2020. Á heimsvísu var árið 2022 fimmta hlýjasta árið frá því að mælingar hófust. Það hlýnar áfram hratt á Norðurhveli jarðar en við Kyrrahafið, þar á meðal í Ástralíu og Suður-Ameríku, var kaldara í fyrra miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta kemur fram í gögnum Copernicus, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Samantha Burgess, einn af yfirmönnum stofnunarinnar, segir í tilkynningu að gögnin sýni að heimurinn sé þegar byrjaður að finna fyrir afleiðingum hlýnandi jarðar. 2022 væri áttunda árið í röð þar sem hitinn væri eina gráðu yfir meðaltali frá því fyrir iðnbyltingu. Meðalhiti var 1,2 gráðum hærri frá því fyrir iðnbyltingu en markmið Parísarsáttmálans er að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Meðal þeirra afleiðinga sem sýndu sig vegna hitabreytinganna á nýliðnu ári var lítill ís á Antarktíku og hæsti hiti sem mælst hefur á veðurmælingarstöðinni í Vostok. Hitastigið fór upp í -17,7 °C. Þá kvörtuðu Evrópubúar yfir lítilli rigningu, þurrkum, og heiðskírum himin sem hafði áhrif á bruna og eldhættu og flutning sem reiddi sig á vatnsmagn í ám. Þá hafði hækkun hitastigsins einnig nokkur áhrif á landbúnað í álfunni. Í þessari nýju samantekt kemur einnig fram að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu jókst árið 2022 líkt og árin áður. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu jókst um 2,1 milljónustu hluta og metan um 12 milljörðustu hluta. Að meðaltali hafi magn þessara gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu á heimsvísu verið 417 milljónustu hlutar af kolvíoxíð og 1894 milljörðustu hlutar af metani. Miðað við þessar niðurstöður hefur magn þessara lofttegunda ekki verið meira í andrúmsloftinu í mörg hundruð þúsund ár. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Á heimsvísu var árið 2022 fimmta hlýjasta árið frá því að mælingar hófust. Það hlýnar áfram hratt á Norðurhveli jarðar en við Kyrrahafið, þar á meðal í Ástralíu og Suður-Ameríku, var kaldara í fyrra miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta kemur fram í gögnum Copernicus, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Samantha Burgess, einn af yfirmönnum stofnunarinnar, segir í tilkynningu að gögnin sýni að heimurinn sé þegar byrjaður að finna fyrir afleiðingum hlýnandi jarðar. 2022 væri áttunda árið í röð þar sem hitinn væri eina gráðu yfir meðaltali frá því fyrir iðnbyltingu. Meðalhiti var 1,2 gráðum hærri frá því fyrir iðnbyltingu en markmið Parísarsáttmálans er að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Meðal þeirra afleiðinga sem sýndu sig vegna hitabreytinganna á nýliðnu ári var lítill ís á Antarktíku og hæsti hiti sem mælst hefur á veðurmælingarstöðinni í Vostok. Hitastigið fór upp í -17,7 °C. Þá kvörtuðu Evrópubúar yfir lítilli rigningu, þurrkum, og heiðskírum himin sem hafði áhrif á bruna og eldhættu og flutning sem reiddi sig á vatnsmagn í ám. Þá hafði hækkun hitastigsins einnig nokkur áhrif á landbúnað í álfunni. Í þessari nýju samantekt kemur einnig fram að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu jókst árið 2022 líkt og árin áður. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu jókst um 2,1 milljónustu hluta og metan um 12 milljörðustu hluta. Að meðaltali hafi magn þessara gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu á heimsvísu verið 417 milljónustu hlutar af kolvíoxíð og 1894 milljörðustu hlutar af metani. Miðað við þessar niðurstöður hefur magn þessara lofttegunda ekki verið meira í andrúmsloftinu í mörg hundruð þúsund ár.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira