Norðurlönd – afl til friðar Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. janúar 2023 08:00 Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Utanríkismál Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun