Rannsóknarnefnd segir orsök skort á viðhaldi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. janúar 2023 15:34 Mikinn reyk mátti sjá koma frá bátnum þegar fólk í nálægð varð vart við eldinn. Slökkt var í eldinum á endanum uppi í fjöru. Aðsent/Adolf Erlingsson, Landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins. Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér. Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér.
Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15
Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11