Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“ Hinrik Wöhler skrifar 11. janúar 2023 20:56 Sigurður Bragason er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig. Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Sjá meira