Karl G. Benediktsson látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 10:41 Karl G. Benediktsson vann sex Íslandsmeistaratitla sem þjálfari og stýrði íslenska handboltalandsliðinu á tveimur heimsmeistaramótum. Karl G. Benediktsson, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er látinn 89 ára að aldri. Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023 Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023
Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira