Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 20:30 Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira