Leikmenn Íslands sem og þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson komu inn á það að leikur kvöldsins hefði allt eins getað verið spilaður í Laugardalshöll þar sem stúkan var blá frá toppi til táar.
„Ég vissi ekki að, ókei ég vissi að þeir væru bilaðir en ekki svona bilaðir. Djöfull var þetta gaman.“

„Geðveikt, þegar maður hefur yfirhöndina er ekkert skemmtilegra,“ sagði Elliði Snær aðspurður hvernig það hefði verið að glíma við stóra og sterka leikmenn Portúgals.
„Þurfum að sýna það aftur í næsta leik og þar næsta leik. Þetta verður fljótt að snúast ef við verðum lélegir í næsta leik. Það er bara gott, maður elskar að hafa pressu og það verður einhverstaðar að finna galla á liðinu, það er ekkert lið fullkomið. Ef vörnin er veikasti hlekkurinn og hún var góð í dag þá er það bara gott,“ sagði Elliði um varnarleik Íslands.
Elliði Snær skoraði mark frá miðju í sigri kvöldsins. Henry Birgir Gunnarsson hélt að boltinn væri á leið framhjá markinu en markvörður Portúgala var ekki kominn i markið.
„Þú varst örugglega ekki einn um það en ég hafði fulla trú á þessu. Það er óverjandi að verja skeytin inn, er það ekki?“
„Þungu fargi létt, geðveikt að vinna fyrsta leik en við vildum alltaf klára þennan leik. Bara gott að vinna leikinn, ekkert meira en það. Þurftum á því að halda, ætluðum okkur að gera það og við kláruðum það,“ sagði Elliði Snær að endingu.