Erlent

Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Starfsmenn vinna að niðurrifi tanka í Fukushima.
Starfsmenn vinna að niðurrifi tanka í Fukushima. epa/Kimimasa Mayama

Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan.

Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum síðan en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni.

Japanskir embættismenn segja losun vatnsins ekki mun ógna heilsu fólks eða sjávarlífs en fiskarar hafa áhyggjur af því að afkomu þeirra sé ógnað.

Bráðnun varð í þremur kjarnakljúfum í verinu í Fukushima í kjölfar 9 stiga jarðskjálfta sem kom af stað gríðarlegri flóðbylgju. 18 þúsund létust og þá sló flóðvatnið út varaafl kjarnorkuversins.

Um var að ræða versta kjarnorkuslys heims á eftir Tjernobyl og rýma þurfti stórt svæði umhverfis verið.

Vatnið úr kjarnorkuverinu er nú geymt á um þúsund tönkum, sem ráðamenn segja að þurfi að tæma til að greiða fyrir lokun versins. Það ferli er talið munu taka 30 til 40 ár.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×