Fidalgo stýrði Portúgal á þriðjudagskvöldið og var aðalþjálfari liðsins Paulo Pereira upp í stúku í leikbanni. Það sem vakti sérstaka athygli var að aðalþjálfarinn var einmitt einnig með heyrnartól og virtist sem hann væri að koma skilaboðum á bekkinn sem er stranglega bannað.
Fidalgo útskýrði málið á þá leið að hann væri með heyrnarskaða og þyrfti að vera með heyrnartól af þeim ástæðum. Á blaðamannafundi eftir leikinn útskýrði hann mál sitt og var augljóst að Bjarki Már Elíasson trúði sögunni tæplega miðað við hvernig hann barðist við sjálfan sig að fara ekki að skellihlæja.
Fidalgo er aftur á bekknum í Kristianstad Arena dag þegar Portúgal mætir Suður-Kóreu en að þessu sinni eru tólin hvergi sjáanleg. Hvort hann hafi náð ótrúlegum bata eða hvort honum hafi verið meinað að vera með heyrnartól liggur ekki fyrir að svo stöddu.