„Þetta er það sem ég veðjaði á“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 19:45 Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands, sem hefur fengið mikla gagnrýni eftir tapið gegn Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu, segir að hugsanlega hefði hann átt að gera breytingar í leiknum þar sem margt fór úrskeiðis. Strákunum okkar var skellt harkalega niður á jörðina í gær og tapið gegn Ungverjum var ansi sárt. Guðmundur hefur fengið ansi mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að spila á fáum mönnum og Henry Birgir Gunnarsson spurði Guðmund að því í dag hvort hann hefði átt að grípa fyrr í taumana. „Já, maður getur alltaf skoðað það. Við erum búnir að kíkja á það og það er hluti af því sem maður gerir eftir þetta. Það eru ákveðnir hlutir, án þess að ég ætli að fara út í smáatriði, en vissulega eru hlutir sem maður skoðar eftir á að hyggja,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi í Svíþjóð. „Við erum á bekknum í núinu og svo er auðvelt að segja eitthvað eftir á sem maður vissi ekki. Það eru ákveðnir hlutir jú en mér finnst það ekki margir hlutir.“ Ísland hefur aðeins notað níu útileikmenn á mótinu til þessa og þar á meðal er Janus Daði Smárason sem aðeins hefur leikið í sex mínútur. Af hverju hefur Guðmundur ekki rúllað meira á liðinu? „Mér finnst við hafa náð að gera mjög vel til dæmis gegn Portúgal með þessa uppstillingu. Liðið er að spila stórkostlega mjög lengi í þessum leik og þetta er það sem ég veðjaði á í þessum tveimur leikjum, ég skal bara játa það.“ Á morgun leikur íslenska liðið gegn Suður-Kóreu í leik sem Ísland bæði á og verður að vinna en Kóreumenn hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa. Guðmundur segir að fleiri leikmenn muni fá tækifæri í þeim leik. „Að einhverju leyti já, það var alltaf planið í sjálfu sér.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Strákunum okkar var skellt harkalega niður á jörðina í gær og tapið gegn Ungverjum var ansi sárt. Guðmundur hefur fengið ansi mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að spila á fáum mönnum og Henry Birgir Gunnarsson spurði Guðmund að því í dag hvort hann hefði átt að grípa fyrr í taumana. „Já, maður getur alltaf skoðað það. Við erum búnir að kíkja á það og það er hluti af því sem maður gerir eftir þetta. Það eru ákveðnir hlutir, án þess að ég ætli að fara út í smáatriði, en vissulega eru hlutir sem maður skoðar eftir á að hyggja,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi í Svíþjóð. „Við erum á bekknum í núinu og svo er auðvelt að segja eitthvað eftir á sem maður vissi ekki. Það eru ákveðnir hlutir jú en mér finnst það ekki margir hlutir.“ Ísland hefur aðeins notað níu útileikmenn á mótinu til þessa og þar á meðal er Janus Daði Smárason sem aðeins hefur leikið í sex mínútur. Af hverju hefur Guðmundur ekki rúllað meira á liðinu? „Mér finnst við hafa náð að gera mjög vel til dæmis gegn Portúgal með þessa uppstillingu. Liðið er að spila stórkostlega mjög lengi í þessum leik og þetta er það sem ég veðjaði á í þessum tveimur leikjum, ég skal bara játa það.“ Á morgun leikur íslenska liðið gegn Suður-Kóreu í leik sem Ísland bæði á og verður að vinna en Kóreumenn hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa. Guðmundur segir að fleiri leikmenn muni fá tækifæri í þeim leik. „Að einhverju leyti já, það var alltaf planið í sjálfu sér.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira