„Covid bjargaði starfinu hjá Gumma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:01 Arnar Daði Arnarsson er stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastið en Arnar Daði er fyrrverandi þjálfari Gróttu í Olís-deildinni. Vísir/Hulda Margrét/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk þrjá sérfræðinga til sín til að ræða tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Mikið hefur verið rætt um ástæður tapsins á laugardag og fóru þeir félagar yfir öll helstu málin. Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira