Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 22:30 Gísli segir að skoða þurfi hlutina í samhengi til að fá raunverulega mynd af uppruna Íslendinga. Vísir Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent