Elvar Örn Jónsson er veikur og getur þar af leiðandi ekki tekið þátt í leiknum gegn Suður-Kóreumönnum. Í hans stað kemur nafni hans, Elvar Ásgeirsson.
Elvar er á sínu öðru stórmóti en hann átti eftirminnilega innkomu á EM í fyrra. Mosfellingurinn leikur með Ribe-Esbjerg í Danmörku. Hann hefur leikið ellefu landsleiki og skorað sautján mörk.
Leikur Íslands og Suður-Kóreu hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.