Blaðamaður greip liðsstjóra kóreska liðsins tali eftir leik og spurði hann út í búningana. Hann sagði einfalda skýringu vera á þessu.
„Þeir vilja vera í svona stórum búningum. Þeim finnst það þægilegra. Þetta eru engin mistök,“ sagði liðsstjórinn viðkunnalegi.
Hann bætti við að efnið í búningunum væri reyndar alls ekki nægilega gott fyrir handbolta. Þeir væru nýbúnir að semja við Puma sem er meira í treyjum sem henta fótbolta.