Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. janúar 2023 06:54 Takmörkuð umræða virðist hafa farið fram á stjórnarheimilinu um ákvörðun dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira