Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2023 11:32 Kjartan Már Kjartansson, bæjarsstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. Sex sveitarfélög hafa nú samið við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna en Hafnarfjörður bættist í hópinn í gær og hefur samið um móttöku 450 flóttamanna. Reykjavík tekur á móti 1500, Akureyri 350, Árborg 100, og Hornafjörður átta. Í síðustu viku samdi Reykjanesbær þá um móttöku 350 flóttamanna. „Við erum í raun með þennan hóp, eða þennan fjölda, svo gott sem í sveitarfélaginu nú þegar og erum svo bara að aðstoða hann. Þetta er fólk sem er komið með alþjóðlega vernd og er komin í gegnum matið hjá Útlendingastofnun og komið í hendur Vinnumálastofnunar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Munu ekki taka við fleirum þó vel hafi gengið Húsnæðisvandi hefur flækt málin víða en sami vandi virðist ekki vera jafn mikill í Reykjanesbæ. Fólk geti verið í átta vikur í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar og segir Kjartan þau geta aðstoðað með húsnæði eftir þann tíma. „Ef að það gengur ekki þá höfum við úrræði þar sem þau geta verið í tólf vikur í viðbót, samtals 20 vikur eða fimm mánuði, og við treystum okkur alveg til þess að finna og hjálpa fólki að finna húsnæði á þeim tíma,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir að vel hafi gengið þá muni þau ekki taka á móti fleirum en samið hefur verið um. „Nei, við ætlum ekki að gera það. Við ætlum að setja punktinn þarna og bara kalla eftir því að fleiri sveitarfélög komi að þessu verkefni og þessari samfélagslegu ábyrgð sem að við og þau sveitarfélög sem hafa þegar skrifað undir eru að axla. Það eru fullt af sveitarfélögum um landið sem að mér finnst að ættu að koma í þetta með okkur,“ segir Kjartan. Reykjanesbær búi yfir umfangsmikilli reynslu, enda sinnt þessum málum frá árinu 2004, sem þau séu tilbúin til að miðla. Það muni nýtast vel í ljósi þess að áfram er spáð stöðugum straumi flóttamanna til landsins í ár. „Við getum kennt fleiri sveitarfélögum á Íslandi en svo erum við líka sem land og þjóð að læra af öðrum þjóðum,“ segir Kjartan. En eins og staðan er núna þá er kannski hámarkinu náð í Reykjanesbæ með flóttamenn? „Já.“ Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Sex sveitarfélög hafa nú samið við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna en Hafnarfjörður bættist í hópinn í gær og hefur samið um móttöku 450 flóttamanna. Reykjavík tekur á móti 1500, Akureyri 350, Árborg 100, og Hornafjörður átta. Í síðustu viku samdi Reykjanesbær þá um móttöku 350 flóttamanna. „Við erum í raun með þennan hóp, eða þennan fjölda, svo gott sem í sveitarfélaginu nú þegar og erum svo bara að aðstoða hann. Þetta er fólk sem er komið með alþjóðlega vernd og er komin í gegnum matið hjá Útlendingastofnun og komið í hendur Vinnumálastofnunar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Munu ekki taka við fleirum þó vel hafi gengið Húsnæðisvandi hefur flækt málin víða en sami vandi virðist ekki vera jafn mikill í Reykjanesbæ. Fólk geti verið í átta vikur í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar og segir Kjartan þau geta aðstoðað með húsnæði eftir þann tíma. „Ef að það gengur ekki þá höfum við úrræði þar sem þau geta verið í tólf vikur í viðbót, samtals 20 vikur eða fimm mánuði, og við treystum okkur alveg til þess að finna og hjálpa fólki að finna húsnæði á þeim tíma,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir að vel hafi gengið þá muni þau ekki taka á móti fleirum en samið hefur verið um. „Nei, við ætlum ekki að gera það. Við ætlum að setja punktinn þarna og bara kalla eftir því að fleiri sveitarfélög komi að þessu verkefni og þessari samfélagslegu ábyrgð sem að við og þau sveitarfélög sem hafa þegar skrifað undir eru að axla. Það eru fullt af sveitarfélögum um landið sem að mér finnst að ættu að koma í þetta með okkur,“ segir Kjartan. Reykjanesbær búi yfir umfangsmikilli reynslu, enda sinnt þessum málum frá árinu 2004, sem þau séu tilbúin til að miðla. Það muni nýtast vel í ljósi þess að áfram er spáð stöðugum straumi flóttamanna til landsins í ár. „Við getum kennt fleiri sveitarfélögum á Íslandi en svo erum við líka sem land og þjóð að læra af öðrum þjóðum,“ segir Kjartan. En eins og staðan er núna þá er kannski hámarkinu náð í Reykjanesbæ með flóttamenn? „Já.“
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07
Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03
Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27