Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2023 19:20 Nýju stúdentaíbúðirnar verða í norður enda hússins, til hægri á þessari mynd. Í forgrunni sést Gamli Garður og nýlegar viðbætur við hann. Vísir/Vilhelm Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði. Tæplega 60 ár af Hótel Sögu eru liðin tíð. Þessa dagana er hópur iðnaðarmanna að breyta þessum 19 þúsund fermetrum í kennslustofur og skrifstofur. En ekki hvað síst í íbúðir fyrir rúmlega hundrað stúdenta í norðurenda hússins sem snýr að Þjóðarbókhlöðunni. Íslenska ríkið fyrir hönd Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta festu kaup á hótel Sögu í desember 2021. Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar segir að þar af séu 27 prósent hússins, eða fimm þúsund fermetrar, í eigu Félagsstofnunar. Hundrað og ellefu 25 fermetra stúdíó íbúðir verða í húsinu. „Þau hafa hér stúdíó íbúð með eldhúsaðstöðu og sér baðherbergi. Svo hafa þau aðgengi að sameiginlegri setustofu sem er á hverri hæð og sameiginlegu þvottahúsi sem er líka á hverri hæð. Þau hafa líka geymsluskápa niðri í kjallara,“ segir Guðrún. Húsið verði mjög lifandi og ólíkt þeim stúdentagörðum sem fyrir væru. Guðrún Björnsdóttir segir staðsetningu Sögu ekki geta verið betri fyrir háskólahverfið. Tekist hafi að fækka fólki mikið á biðlista eftir stúdentaíbúðum.Stöð 2/Arnar „Nú erum við að koma hér inn í nýja hugmynd. Þar sem húsið er að hluta stúdentagarðar, að hluta þjónusta og mikil hreyfing á fólki inn og út. Þetta verður mjög spennandi samsetning og örugglega mjög gaman að eiga heima hérna,“ segir Guðrún. Það er margt ógert og um 140 iðnaðarmenn eru þessa dagana að standsetja húsið að inna jafn sem utan. Engu að síður er stutt í að fyrstu íbúarnir flytji inn. „Úthlutun er komin af stað og er kannski frekar langt komin. Fyrstu íbúar munu flytja hingað inn fyrri partinn í marsmánuði og við gerum ráð fyrir að flest allir séu fluttir hér inn seinna í sama mánuðinum,“ segir framkvæmdastýran bjartsýn. Félagsstofnun hafi tekist að fækka fólki á biðlista eftir húsnæði úr rúmlega þúsund í 4-500 á undanförnum árum og biðtíminn hafi styst mikið. Kostnaður Félagsstofnunar við breytingarnar á húsinu er um milljarður og kostaður Háskólans um þrír milljarðar en kaupverðið var 4,9 milljarðar. Ýmsir kostir hótel skipulagsins á jarðhæðinni verða nýttir áfram og húsið verður opið almenningi. „Hugmyndafræðin er sú að þessi hæð verði opin. Hér verður vísindasmiðja, veitingasala og ýmislegt annað. Þannig að það er líka horft til þess að fólk geti komið í húsið,“ segir Guðrún Björnsdóttir. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Salan á Hótel Sögu Háskólar Reykjavík Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga. 17. janúar 2023 22:18 Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Tæplega 60 ár af Hótel Sögu eru liðin tíð. Þessa dagana er hópur iðnaðarmanna að breyta þessum 19 þúsund fermetrum í kennslustofur og skrifstofur. En ekki hvað síst í íbúðir fyrir rúmlega hundrað stúdenta í norðurenda hússins sem snýr að Þjóðarbókhlöðunni. Íslenska ríkið fyrir hönd Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta festu kaup á hótel Sögu í desember 2021. Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar segir að þar af séu 27 prósent hússins, eða fimm þúsund fermetrar, í eigu Félagsstofnunar. Hundrað og ellefu 25 fermetra stúdíó íbúðir verða í húsinu. „Þau hafa hér stúdíó íbúð með eldhúsaðstöðu og sér baðherbergi. Svo hafa þau aðgengi að sameiginlegri setustofu sem er á hverri hæð og sameiginlegu þvottahúsi sem er líka á hverri hæð. Þau hafa líka geymsluskápa niðri í kjallara,“ segir Guðrún. Húsið verði mjög lifandi og ólíkt þeim stúdentagörðum sem fyrir væru. Guðrún Björnsdóttir segir staðsetningu Sögu ekki geta verið betri fyrir háskólahverfið. Tekist hafi að fækka fólki mikið á biðlista eftir stúdentaíbúðum.Stöð 2/Arnar „Nú erum við að koma hér inn í nýja hugmynd. Þar sem húsið er að hluta stúdentagarðar, að hluta þjónusta og mikil hreyfing á fólki inn og út. Þetta verður mjög spennandi samsetning og örugglega mjög gaman að eiga heima hérna,“ segir Guðrún. Það er margt ógert og um 140 iðnaðarmenn eru þessa dagana að standsetja húsið að inna jafn sem utan. Engu að síður er stutt í að fyrstu íbúarnir flytji inn. „Úthlutun er komin af stað og er kannski frekar langt komin. Fyrstu íbúar munu flytja hingað inn fyrri partinn í marsmánuði og við gerum ráð fyrir að flest allir séu fluttir hér inn seinna í sama mánuðinum,“ segir framkvæmdastýran bjartsýn. Félagsstofnun hafi tekist að fækka fólki á biðlista eftir húsnæði úr rúmlega þúsund í 4-500 á undanförnum árum og biðtíminn hafi styst mikið. Kostnaður Félagsstofnunar við breytingarnar á húsinu er um milljarður og kostaður Háskólans um þrír milljarðar en kaupverðið var 4,9 milljarðar. Ýmsir kostir hótel skipulagsins á jarðhæðinni verða nýttir áfram og húsið verður opið almenningi. „Hugmyndafræðin er sú að þessi hæð verði opin. Hér verður vísindasmiðja, veitingasala og ýmislegt annað. Þannig að það er líka horft til þess að fólk geti komið í húsið,“ segir Guðrún Björnsdóttir.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Salan á Hótel Sögu Háskólar Reykjavík Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga. 17. janúar 2023 22:18 Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga. 17. janúar 2023 22:18
Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32
Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05