Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 18. janúar 2023 18:00 Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Heilsa Lyf Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun