Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2023 21:00 Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir var einn þeirra sem hélt erindi á Læknadögum í dag. Vísir/Ívar Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30