Samkvæmt heimildarmanninum hefur Olaf Scholz kanslari nokkrum sinnum á síðustu dögum ítrekað bak við luktar dyr að stjórnvöld muni eingöngu heimila flutning þýskra Leopard skriðdreka til Úkraínu að því gefnu að bandarískir skriðdrekar verði einnig sendir þangað.
Þjóðverjar hafa neitunarvald þegar kemur að útflutningi þýskra hergagna, óháð því frá hvaða landi þau eru að koma.
Þegar hún var beðin um að tjá sig um fregnirnar sagði Karine Jean-Pierre, talskona Hvíta hússins, að það væri afstaða forsetans að öll ríki ættu að taka sjálfstæða ákvörðun um þá aðstoð sem þau veittu Úkraínu og þann búnað sem þau sendu Úkraínumönnum.
Varnarmálaráðherrar Bretlands, Póllands, Eistlands, Lettlands og Litháen munu funda í dag. Fundinum er meðal annars ætlað að setja þrýsting á Þjóðverja um að greiða fyrir útflutningi Leopard skriðdrekanna til Úkraínu.
Heimildarmaður Reuters sagði ágang Breta í málinu valda pirringi innan þýska stjórnkerfisins og að svo virtist sem menn væru búnir að gleyma því að Þjóðverjar hefðu nýlega ákveðið að sjá Úkraínumönnm fyrir Patriot loftavarnakerfi og fjölda brynvarðra farartækja.