Félög á Íslandi samið um að óléttar konur fái ekki greitt Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2023 07:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð í tvígang Evrópumeistari með Lyon. Sigur hennar í máli gegn félaginu hefur áhrif fyrir knattspyrnukonur um allan heim. Getty/Johannes Simon Í ljósi áfangans sem Sara Björk Gunnarsdóttir náði með því að vinna mál gegn franska félaginu Lyon, vegna vangoldinna launa þegar hún var barnshafandi, hafa Leikmannasamtök Íslands bent á að dæmi séu um að íslensk íþróttafélög neiti að greiða laun til óléttra leikmanna. Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af. Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af.
Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19
Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01
Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01