Fjórir íslenskir meðal fimmtíu bestu en þrír betri en Ómar Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2023 09:30 Þrír af fimmtíu bestu handboltamönnum heims, Aron Pálmarsson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson, fengu fína hvíld í síðasta leik, sigrinum gegn Grænhöfðaeyjum á miðvikudag. VÍSIR/VILHELM Fjórir íslenskir handboltamenn eru á lista norsks sérfræðings yfir fimmtíu bestu handboltamenn heimsins í dag. Enginn þeirra þykir þó meðal þriggja bestu í heimi. Stig Nygård, sérfræðingur TV 2 í Noregi um handbolta, hefur líkt og síðustu ár birt lista yfir 50 bestu leikmenn heims að hans mati. Eins og Nygård bendir á er verkefnið ærið og hann segir í það minnsta 30 leikmenn til viðbótar allt eins eiga heima á listanum. Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum en hann er sá fjórði besti í heiminum í dag að mati Nygård, sem tekur fram að Ómar hafi síðustu tvö ár verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Da er topp 50 listen klar. De 50 beste håndballspillerne i verden sett med mine øyne. https://t.co/NeTxXJTDCa— Stig Aa. Nygård (@StigAaNygard) January 19, 2023 Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem líkt og Ómar hefur farið á kostum með Magdeburg í Þýskalandi í vetur, er í 14. sæti á listanum. Aron Pálmarsson, sem lengi þótti meðal allra bestu leikmanna heims, er núna í 35. sæti. Nygård bendir á að Aron, sem sé einn merkasti íþróttamaður Íslands, ljúki brátt hringnum eftir afar farsælan atvinnumannsferil og snúi heim til FH í sumar. Bjarki Már Elísson er svo fjórði Íslendingurinn á listanum en hann varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020-21 og aðeins átta mörkum frá því að endurtaka leikinn í fyrra, áður en hann fór svo frá Lemgo til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki er svo kominn í baráttuna um markakóngstitilinn á yfirstandandi HM. Efstur á listanum er Frakkinn Dika Mem sem leikur með Barcelona, en í næstefsta sæti er maðurinn sem Íslendingar þurfa að eiga við í kvöld – skærasta stjarna Svía – Jim Gottfridsson. Í þriðja sæti er svo Spánverjinn Alex Dujshebaev sem ekki á langt að sækja hæfileikana. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Stig Nygård, sérfræðingur TV 2 í Noregi um handbolta, hefur líkt og síðustu ár birt lista yfir 50 bestu leikmenn heims að hans mati. Eins og Nygård bendir á er verkefnið ærið og hann segir í það minnsta 30 leikmenn til viðbótar allt eins eiga heima á listanum. Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum en hann er sá fjórði besti í heiminum í dag að mati Nygård, sem tekur fram að Ómar hafi síðustu tvö ár verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Da er topp 50 listen klar. De 50 beste håndballspillerne i verden sett med mine øyne. https://t.co/NeTxXJTDCa— Stig Aa. Nygård (@StigAaNygard) January 19, 2023 Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem líkt og Ómar hefur farið á kostum með Magdeburg í Þýskalandi í vetur, er í 14. sæti á listanum. Aron Pálmarsson, sem lengi þótti meðal allra bestu leikmanna heims, er núna í 35. sæti. Nygård bendir á að Aron, sem sé einn merkasti íþróttamaður Íslands, ljúki brátt hringnum eftir afar farsælan atvinnumannsferil og snúi heim til FH í sumar. Bjarki Már Elísson er svo fjórði Íslendingurinn á listanum en hann varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020-21 og aðeins átta mörkum frá því að endurtaka leikinn í fyrra, áður en hann fór svo frá Lemgo til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki er svo kominn í baráttuna um markakóngstitilinn á yfirstandandi HM. Efstur á listanum er Frakkinn Dika Mem sem leikur með Barcelona, en í næstefsta sæti er maðurinn sem Íslendingar þurfa að eiga við í kvöld – skærasta stjarna Svía – Jim Gottfridsson. Í þriðja sæti er svo Spánverjinn Alex Dujshebaev sem ekki á langt að sækja hæfileikana.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira