Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 14:25 Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, í Ramstein í dag. AP/Michael Probst Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni. Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023 Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira