Undrandi á yfirlýsingu Skúla Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 21. janúar 2023 20:59 Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konunnar sem lést. Vísir/Vilhelm Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira