Spilling & yfirgangur í Seyðisfirði Magnús Guðmundsson skrifar 21. janúar 2023 23:47 Nú hafa svæðisráð og starfsmenn Skipulagsstofnunar skilað af sér hálfunninni og meingallaðri tillögu að framtíðar strandsvæðaskipulagi Austfjarða til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra til samþykktar eða synjunar. Fúsk opinberra starfsmanna ógnar fjarskiptum Vinnubrögðin voru á svo lágu plani að í upphafi var vísvitandi lagt upp með rangan mílufjórðung þ.e. fjórðung úr enskri mílu(402 m) í staðin fyrir fjórðung úr sjómílu(463 m). Nú hefur það verið viðurkennt og leiðrétt í texta tillögunnar að nota á fjórðung úr sjómílu. Kortin eru ennþá langt frá því að vera rétt því þau eru ekki eins og löggilt siglingakort, sem sjófarendur treysta. Nú er deilt um hvort akkerisfestingar á helgunarsvæðinu eigi bara við um skip, eins og SFS heldur fram. Svæðisráð þorði ekki að taka afstöðu til hugtaksins skip heldur tók undir með SFS að lagagrundvöll skorti. Ótrúleg vinnubrögð svæðisráðs þar sem hafnarstjóri Fjarðarbyggðar og aðstoðarhafnarstjóri Múlaþings sitja í ráðinu og eiga að þekkja Hafnarreglugerð 584/2012 þar sem skip er skilgreint svona: „Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far, sem nota má sem flutningatæki, dvalarstað, vinnustað, framleiðslustað eða geymslustað.“ Svo gleymist að alls konar skip þarf við sjókvíaeldi. Til hvers eru reglugerðir gefnar út ef það fer enginn eftir þeim? Póstur forstjóra Farice ehf dags. 22.06.2022 um lögin er skýr: „Ekki má varpa akkerum eða vera með botnfestingar fjórðungs sjómílu frá strengnum FARICE-1 og ekki er hægt að gefa neinn afslátt af þeirri kvöð.“ Laxeldi í Seyðisfirði alvarleg ógn við siglingaöryggi Samgöngustofa segir í sínum athugasemdum: „Skipulögð siglingaleið inn Seyðisfjörð er mjó um 500 m breið.“ Seyðisfjörður er grunnnetshöfn, ferjuhöfn til tæpra 50 ára, fjórða stærsta skemmtiferðaskipahöfn landsins og nýtur siglingaverndar sem er skilgreind svona: „Hlutverk siglingaverndar felst í að gera allar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem ætlaðar eru til að vernda sjóflutninga, skip, hafnir, farm, útgerðir og viðeigandi fyrirtæki gegn hryðjuverkum eða ógn sem stafar af vísvitandi ólögmætum aðgerðum.“ Vegagerðin fékk VSÓ ráðgjöf til að aðstoða sig við áhættumat siglinga vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þar er horft framhjá siglingaverndinni. Þrátt fyrir það kemur áhættumatið vægast sagt illa út. Siglingaleiðin hefur verið þrengd í 250 – 350 m. Skoða þarf að draga úr hraða Norrænu við kvíar vegna öldumyndunar. Skýrslan segir líka að fjörðurinn sé frá 800 m til 1700 m breiður og að kvíaþyrpingar verði staðsettar 500 – 800 m frá landi. Þetta stenst engan vegin, því þær verða þá nánast upp á landi hinum megin fjarðar þar sem hann er mjóstur eða í miðri siglingaleiðinni þar sem hann er breiðastur. Skýrslan segir í raun og veru að firðinum verði lokað. Í skýrslunni er tafla með 10 helstu hættum vegna reksturs sjókvíaeldis og siglinga í Seyðisfirði, fjögur rauð og sex gul. Engar mótvægisaðgerðir er hægt að gera út af helgunarsvæðis fjarskiptastrengsins. Hvert fór þessi áhættumatsskýrsla, sem sýnir svo vel að sjókvíaeldi kemst ekki fyrir og á ekki heima í Seyðisfirði? Var hún aldrei lesin af svæðisráði eða fór hún beint í pappírstætara laxeldisfyrirtækjanna? Það er ekki bara Norræna sem siglir um fjörðinn, heldur mikill fjöldi stórra skemmtiferðaskipa og annarra skipa af öllum stærðum. Siglingaleiðin nýtur verndar og má og á alls ekki að fá þá meðferð sem hún fær í tillögunni. Höfnin hefur alltaf skilað miklum tekjum í kassann fyrir Seyðisfjörð og nú Múlaþing. Hafnarstjórinn og aðstoðarhafnarstjórinn, sem sitja í svæðisráðinu, ættu frekar að verja hafnirnar heldur en að ganga erinda laxeldisfyrirtækjanna á kostnað þeirra sem hafa nýtt höfnina fram að þessu. Það er alla vega ljóst að Seyðisfjörður græðir ekkert á laxeldinu nema kannski þann vafasama „heiður“ að leyfin á ytri höfninni fara beint í sölu í norsku kauphöllinni. Eldiskvíar settar á snjóflóðahættusvæði Veðurstofan hefur gefið út að Selsstaðavík er á C hættusvæði vegna ofnaflóða, og að atvinnusvæði þurfi að vera neðan B línu, þ.e. á A svæði. Þarna á samt að setja kvíar. Fyrirtækjum á C svæði í Seyðisfirði er ekki heimilað að vera með heilsársstarfsemi. Það hlýtur að vera hæpið að fiskeldisfyrirtækin lúti ekki sömu reglum. Á að bjóða fólki og náttúrunni þessa áhættu? Náttúran nýtur ekki vafans nú, það mun versna við sjókvíeldið Í Skálanesbót er skilgreint grænt svæði í umhverfismati vegna þess að Austdalur er á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar. Þrátt fyrir það og að þar er uppeldisstaður fugla og fiska og stórbrotin náttúra var græna svæðið þurrkað út og nýtingarsvæði sett í staðin af því að umsókn um laxeldi lá fyrir þegar skipulagsvinnan fór af stað. Svæðisráð beygir sig eftir glópagullinu. Þetta er spilling og yfirgangur við náttúruna og nærumhverfið allt. Í Skálanesi hefur byggst upp fræðslu og menningarsetur á síðustu 12 árum, með 8 heils árs stöðugildum. Mengandi laxeldi í fjöruborðinu setur þessa starfssemi í stór hættu. Svæðisráð má hafa skömm fyrir svona vinnubrögð. Vilji íbúa hunsaður vegna erlendra laxeldispeninga 55% prósent Seyðfirðinga 18 ára og eldri eru á móti öllu sjókvíaeldi í firðinum. Á það er ekki hlustað hvorki af meirihluta sveitarstjórnar né ríkisvaldinu. Okkur var sagt á fundi í mars 2022 að laxeldið kæmi í fjörðinn í september 2023 og að það skapaði mörg störf, sem byggðust á gömlum tölum frá Byggðastofnun, en ekkert var talað um hversu mörg störf gætu tapast. Þar var líka sagt að samstarf við íbúa yrði mikið og gott en það varð aldrei meira en þessi einhliða kynningarfundur. Þrátt fyrir tillögu Matvælaráðuneytisins um að taka út sjókvíaeldi í Mjóafirði ákvað svæðiráð að hafa það inni af því að íbúarnir kalla eftir því. Íbúalýðræði er fótum troðið í Seyðisfirði og Stöðvarfirði, þar sem eldisleyfum var mótmælt. Það er ekki sama Jón og séra Jón og augljóst hvaða hagsmunir ráða. Vilji íbúar sjókvíaeldi fá þeir það. Vilji þeir það ekki fá þeir samt sjókvíaeldi. Yfirgangur og spilling. Seyðfirðingar og aðrir íbúar Múlaþings. Stöndum nú öll saman, þvert á alla flokka, og verjum sameiginlega hagsmuni íbúa sveitarfélagsins og siglingaleiðina um Seyðisfjörð. Látum í okkur heyra. Segjum NEI við sjókvíaeldi. Segjum NEI við þessum yfirgangi. Segjum NEI við þessarri spillingu ! Segjum NEI við því að ytri höfnin í Seyðisfirði fari í norsku kauphöllina. F.h. VÁ Félags um vernd fjarðar Magnús Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú hafa svæðisráð og starfsmenn Skipulagsstofnunar skilað af sér hálfunninni og meingallaðri tillögu að framtíðar strandsvæðaskipulagi Austfjarða til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra til samþykktar eða synjunar. Fúsk opinberra starfsmanna ógnar fjarskiptum Vinnubrögðin voru á svo lágu plani að í upphafi var vísvitandi lagt upp með rangan mílufjórðung þ.e. fjórðung úr enskri mílu(402 m) í staðin fyrir fjórðung úr sjómílu(463 m). Nú hefur það verið viðurkennt og leiðrétt í texta tillögunnar að nota á fjórðung úr sjómílu. Kortin eru ennþá langt frá því að vera rétt því þau eru ekki eins og löggilt siglingakort, sem sjófarendur treysta. Nú er deilt um hvort akkerisfestingar á helgunarsvæðinu eigi bara við um skip, eins og SFS heldur fram. Svæðisráð þorði ekki að taka afstöðu til hugtaksins skip heldur tók undir með SFS að lagagrundvöll skorti. Ótrúleg vinnubrögð svæðisráðs þar sem hafnarstjóri Fjarðarbyggðar og aðstoðarhafnarstjóri Múlaþings sitja í ráðinu og eiga að þekkja Hafnarreglugerð 584/2012 þar sem skip er skilgreint svona: „Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far, sem nota má sem flutningatæki, dvalarstað, vinnustað, framleiðslustað eða geymslustað.“ Svo gleymist að alls konar skip þarf við sjókvíaeldi. Til hvers eru reglugerðir gefnar út ef það fer enginn eftir þeim? Póstur forstjóra Farice ehf dags. 22.06.2022 um lögin er skýr: „Ekki má varpa akkerum eða vera með botnfestingar fjórðungs sjómílu frá strengnum FARICE-1 og ekki er hægt að gefa neinn afslátt af þeirri kvöð.“ Laxeldi í Seyðisfirði alvarleg ógn við siglingaöryggi Samgöngustofa segir í sínum athugasemdum: „Skipulögð siglingaleið inn Seyðisfjörð er mjó um 500 m breið.“ Seyðisfjörður er grunnnetshöfn, ferjuhöfn til tæpra 50 ára, fjórða stærsta skemmtiferðaskipahöfn landsins og nýtur siglingaverndar sem er skilgreind svona: „Hlutverk siglingaverndar felst í að gera allar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem ætlaðar eru til að vernda sjóflutninga, skip, hafnir, farm, útgerðir og viðeigandi fyrirtæki gegn hryðjuverkum eða ógn sem stafar af vísvitandi ólögmætum aðgerðum.“ Vegagerðin fékk VSÓ ráðgjöf til að aðstoða sig við áhættumat siglinga vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þar er horft framhjá siglingaverndinni. Þrátt fyrir það kemur áhættumatið vægast sagt illa út. Siglingaleiðin hefur verið þrengd í 250 – 350 m. Skoða þarf að draga úr hraða Norrænu við kvíar vegna öldumyndunar. Skýrslan segir líka að fjörðurinn sé frá 800 m til 1700 m breiður og að kvíaþyrpingar verði staðsettar 500 – 800 m frá landi. Þetta stenst engan vegin, því þær verða þá nánast upp á landi hinum megin fjarðar þar sem hann er mjóstur eða í miðri siglingaleiðinni þar sem hann er breiðastur. Skýrslan segir í raun og veru að firðinum verði lokað. Í skýrslunni er tafla með 10 helstu hættum vegna reksturs sjókvíaeldis og siglinga í Seyðisfirði, fjögur rauð og sex gul. Engar mótvægisaðgerðir er hægt að gera út af helgunarsvæðis fjarskiptastrengsins. Hvert fór þessi áhættumatsskýrsla, sem sýnir svo vel að sjókvíaeldi kemst ekki fyrir og á ekki heima í Seyðisfirði? Var hún aldrei lesin af svæðisráði eða fór hún beint í pappírstætara laxeldisfyrirtækjanna? Það er ekki bara Norræna sem siglir um fjörðinn, heldur mikill fjöldi stórra skemmtiferðaskipa og annarra skipa af öllum stærðum. Siglingaleiðin nýtur verndar og má og á alls ekki að fá þá meðferð sem hún fær í tillögunni. Höfnin hefur alltaf skilað miklum tekjum í kassann fyrir Seyðisfjörð og nú Múlaþing. Hafnarstjórinn og aðstoðarhafnarstjórinn, sem sitja í svæðisráðinu, ættu frekar að verja hafnirnar heldur en að ganga erinda laxeldisfyrirtækjanna á kostnað þeirra sem hafa nýtt höfnina fram að þessu. Það er alla vega ljóst að Seyðisfjörður græðir ekkert á laxeldinu nema kannski þann vafasama „heiður“ að leyfin á ytri höfninni fara beint í sölu í norsku kauphöllinni. Eldiskvíar settar á snjóflóðahættusvæði Veðurstofan hefur gefið út að Selsstaðavík er á C hættusvæði vegna ofnaflóða, og að atvinnusvæði þurfi að vera neðan B línu, þ.e. á A svæði. Þarna á samt að setja kvíar. Fyrirtækjum á C svæði í Seyðisfirði er ekki heimilað að vera með heilsársstarfsemi. Það hlýtur að vera hæpið að fiskeldisfyrirtækin lúti ekki sömu reglum. Á að bjóða fólki og náttúrunni þessa áhættu? Náttúran nýtur ekki vafans nú, það mun versna við sjókvíeldið Í Skálanesbót er skilgreint grænt svæði í umhverfismati vegna þess að Austdalur er á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar. Þrátt fyrir það og að þar er uppeldisstaður fugla og fiska og stórbrotin náttúra var græna svæðið þurrkað út og nýtingarsvæði sett í staðin af því að umsókn um laxeldi lá fyrir þegar skipulagsvinnan fór af stað. Svæðisráð beygir sig eftir glópagullinu. Þetta er spilling og yfirgangur við náttúruna og nærumhverfið allt. Í Skálanesi hefur byggst upp fræðslu og menningarsetur á síðustu 12 árum, með 8 heils árs stöðugildum. Mengandi laxeldi í fjöruborðinu setur þessa starfssemi í stór hættu. Svæðisráð má hafa skömm fyrir svona vinnubrögð. Vilji íbúa hunsaður vegna erlendra laxeldispeninga 55% prósent Seyðfirðinga 18 ára og eldri eru á móti öllu sjókvíaeldi í firðinum. Á það er ekki hlustað hvorki af meirihluta sveitarstjórnar né ríkisvaldinu. Okkur var sagt á fundi í mars 2022 að laxeldið kæmi í fjörðinn í september 2023 og að það skapaði mörg störf, sem byggðust á gömlum tölum frá Byggðastofnun, en ekkert var talað um hversu mörg störf gætu tapast. Þar var líka sagt að samstarf við íbúa yrði mikið og gott en það varð aldrei meira en þessi einhliða kynningarfundur. Þrátt fyrir tillögu Matvælaráðuneytisins um að taka út sjókvíaeldi í Mjóafirði ákvað svæðiráð að hafa það inni af því að íbúarnir kalla eftir því. Íbúalýðræði er fótum troðið í Seyðisfirði og Stöðvarfirði, þar sem eldisleyfum var mótmælt. Það er ekki sama Jón og séra Jón og augljóst hvaða hagsmunir ráða. Vilji íbúar sjókvíaeldi fá þeir það. Vilji þeir það ekki fá þeir samt sjókvíaeldi. Yfirgangur og spilling. Seyðfirðingar og aðrir íbúar Múlaþings. Stöndum nú öll saman, þvert á alla flokka, og verjum sameiginlega hagsmuni íbúa sveitarfélagsins og siglingaleiðina um Seyðisfjörð. Látum í okkur heyra. Segjum NEI við sjókvíaeldi. Segjum NEI við þessum yfirgangi. Segjum NEI við þessarri spillingu ! Segjum NEI við því að ytri höfnin í Seyðisfirði fari í norsku kauphöllina. F.h. VÁ Félags um vernd fjarðar Magnús Guðmundsson
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun