Fötluð kona föst í flugvél með stífluðu klósetti Bjarki Sigurðsson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 22. janúar 2023 16:59 Mohammed bíður nú eftir vinkonu sinni sem er föst í flugvél Icelandair. Hún er fötluð og klósett vélarinnar eru stífluð. Vísir/Steingrímur Dúi Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. Aftakaveður er á Keflavíkurflugvelli og hafa farþegar á leið til landsins ýmist þurft að bíða í marga klukkutíma í flugvélum eða inni í flugstöðinni með engar töskur. Búið er að aflýsa öllu flugi til Norður-Ameríku og Evrópu fyrir utan flug til Osló og Kaupmannahafnar sem hefur verið seinkað fram á kvöld. Fulltrúar Icelandair hurfu Fréttastofa ræddi við nokkra farþega sem sitja fastir í komusal Keflavíkurflugvallar. Einhverjir þeirra bíða eftir fólki sem enn er fast í vélunum og aðrir bíða eftir töskunni sinni. Sumir hafa verið að bíða síðan klukkan sex í morgun. „Ég er að eiga í miklum erfiðleikum með að finna fulltrúa. Ég fann einn fulltrúa í dag frá Icelandair, ég bókaði með þeim vetrarferð, flug, hótel, rútu og allt. Nú er búið að aflýsa fluginu og ég finn ekki neinn til að veita mér upplýsingar,“ segir Tom Johnson sem er á leið aftur heim til Washington D.C. í Bandaríkjunum. Flugi Tom Johnson var frestað er hann var mættur á Keflavíkuflugvöll. Vísir/Steingrímur Dúi Hann nær ekki að hringja í flugfélagið þar sem það virkar ekki að hringja úr símanum hans. Hann fær þó skilaboð og getur sent skilaboð. Þá finnur hann hvergi síma á flugvellinum til þess að reyna að bóka sér far aftur til Reykjavíkur. Hann segist hafa séð fulltrúa á vellinum þegar hann mætti en um leið og fluginu var aflýst hurfu þeir allir. Klippa: Fluginu aflýst og finnur hvergi fulltrúa frá flugfélaginu Taskan ekki komin eftir tíu tíma bið Steven Owens er nú á vellinum að bíða eftir töskunni sinni. Hann hefur beðið í komusal vallarins og við töskuafhendinguna í rúmlega tíu klukkutíma en hann lenti hér á landi klukkan sex í morgun. Hann segir allt hafi byrjað við lendinguna. „Við lentum og runnum við lendinguna, það var eins og vélin væri að „drift-a“. Helmingnum af farþegunum var hleypt út og þegar við vorum komin út var okkur sagt að hinn helmingurinn yrði eftir. Ég held að þeim hafi verið hleypt út nokkrum tímum síðar en við erum ekki enn komin með töskurnar okkar,“ segir Steven í samtali við fréttastofu. Steven Owens segir upplýsingarnar sem fást á flugvellinum vera ansi ruglandi.Vísir/Steingrímur Dúi Misvísandi upplýsingar Hann segist ekki hafa heyrt neitt frá flugfélaginu en hann hefur náð að ræða við starfsmenn í þjónustuveri flugvallarins. Þaðan hefur fólk þó fengið afar misvísandi upplýsingar. „Það var smá ruglingslegt sem þau sögðu að við mættum gera. Við mættum fara til að ná í mat en við gætum ekki komið til baka til að ná í töskurnar. Þau sögðu að þau gætu ekki sent töskurnar okkar á hótelið en síðan sögðu þau að þau gætu gert það. Þeir hafa verið að breyta hverju þau segja og segja mismunandi hluti við mismunandi fólk,“ segir Steven. Hann segir fólk á vellinum vera orðið frekar pirrað og óþreyjufullt. Nú sé kominn tími til að ákveða hvort þau haldi áfram að bíða eftir töskunum eða fari heim og vonist eftir því að töskurnar týnist ekki. Klippa: Búinn að bíða í tíu tíma eftir töskunni Fötluð um borð í tíu tíma Jerra Dimalik kom hingað frá Miami og er stödd á vellinum ásamt Mohammed sem býr hér á landi. Fötluð vinkona þeirra er föst í vél Icelandair og hefur verið þar í tíu klukkutíma. Jerra Dimalik bíður einnig eftir sinni tösku. Vísir/Steingrímur Dúi „Hún er búin að vera þarna í tíu tíma og klósettin eru stífluð,“ segir Jerra. „Hún er föst og sagði mér að ástandið væri svo slæmt. Það er vond lykt þarna, enginn matur, ekki neitt. Hún sagði mér að það væri veikt fólk um borð. Þetta er virkilega slæmt ástand,“ segir Mohammed. Klippa: Stífluð klósett og enginn matur Veður Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. 22. janúar 2023 15:04 Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. 22. janúar 2023 14:39 Byrjað að opna vegi aftur Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum. 22. janúar 2023 14:29 Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. 22. janúar 2023 12:19 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Aftakaveður er á Keflavíkurflugvelli og hafa farþegar á leið til landsins ýmist þurft að bíða í marga klukkutíma í flugvélum eða inni í flugstöðinni með engar töskur. Búið er að aflýsa öllu flugi til Norður-Ameríku og Evrópu fyrir utan flug til Osló og Kaupmannahafnar sem hefur verið seinkað fram á kvöld. Fulltrúar Icelandair hurfu Fréttastofa ræddi við nokkra farþega sem sitja fastir í komusal Keflavíkurflugvallar. Einhverjir þeirra bíða eftir fólki sem enn er fast í vélunum og aðrir bíða eftir töskunni sinni. Sumir hafa verið að bíða síðan klukkan sex í morgun. „Ég er að eiga í miklum erfiðleikum með að finna fulltrúa. Ég fann einn fulltrúa í dag frá Icelandair, ég bókaði með þeim vetrarferð, flug, hótel, rútu og allt. Nú er búið að aflýsa fluginu og ég finn ekki neinn til að veita mér upplýsingar,“ segir Tom Johnson sem er á leið aftur heim til Washington D.C. í Bandaríkjunum. Flugi Tom Johnson var frestað er hann var mættur á Keflavíkuflugvöll. Vísir/Steingrímur Dúi Hann nær ekki að hringja í flugfélagið þar sem það virkar ekki að hringja úr símanum hans. Hann fær þó skilaboð og getur sent skilaboð. Þá finnur hann hvergi síma á flugvellinum til þess að reyna að bóka sér far aftur til Reykjavíkur. Hann segist hafa séð fulltrúa á vellinum þegar hann mætti en um leið og fluginu var aflýst hurfu þeir allir. Klippa: Fluginu aflýst og finnur hvergi fulltrúa frá flugfélaginu Taskan ekki komin eftir tíu tíma bið Steven Owens er nú á vellinum að bíða eftir töskunni sinni. Hann hefur beðið í komusal vallarins og við töskuafhendinguna í rúmlega tíu klukkutíma en hann lenti hér á landi klukkan sex í morgun. Hann segir allt hafi byrjað við lendinguna. „Við lentum og runnum við lendinguna, það var eins og vélin væri að „drift-a“. Helmingnum af farþegunum var hleypt út og þegar við vorum komin út var okkur sagt að hinn helmingurinn yrði eftir. Ég held að þeim hafi verið hleypt út nokkrum tímum síðar en við erum ekki enn komin með töskurnar okkar,“ segir Steven í samtali við fréttastofu. Steven Owens segir upplýsingarnar sem fást á flugvellinum vera ansi ruglandi.Vísir/Steingrímur Dúi Misvísandi upplýsingar Hann segist ekki hafa heyrt neitt frá flugfélaginu en hann hefur náð að ræða við starfsmenn í þjónustuveri flugvallarins. Þaðan hefur fólk þó fengið afar misvísandi upplýsingar. „Það var smá ruglingslegt sem þau sögðu að við mættum gera. Við mættum fara til að ná í mat en við gætum ekki komið til baka til að ná í töskurnar. Þau sögðu að þau gætu ekki sent töskurnar okkar á hótelið en síðan sögðu þau að þau gætu gert það. Þeir hafa verið að breyta hverju þau segja og segja mismunandi hluti við mismunandi fólk,“ segir Steven. Hann segir fólk á vellinum vera orðið frekar pirrað og óþreyjufullt. Nú sé kominn tími til að ákveða hvort þau haldi áfram að bíða eftir töskunum eða fari heim og vonist eftir því að töskurnar týnist ekki. Klippa: Búinn að bíða í tíu tíma eftir töskunni Fötluð um borð í tíu tíma Jerra Dimalik kom hingað frá Miami og er stödd á vellinum ásamt Mohammed sem býr hér á landi. Fötluð vinkona þeirra er föst í vél Icelandair og hefur verið þar í tíu klukkutíma. Jerra Dimalik bíður einnig eftir sinni tösku. Vísir/Steingrímur Dúi „Hún er búin að vera þarna í tíu tíma og klósettin eru stífluð,“ segir Jerra. „Hún er föst og sagði mér að ástandið væri svo slæmt. Það er vond lykt þarna, enginn matur, ekki neitt. Hún sagði mér að það væri veikt fólk um borð. Þetta er virkilega slæmt ástand,“ segir Mohammed. Klippa: Stífluð klósett og enginn matur
Veður Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. 22. janúar 2023 15:04 Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. 22. janúar 2023 14:39 Byrjað að opna vegi aftur Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum. 22. janúar 2023 14:29 Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. 22. janúar 2023 12:19 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. 22. janúar 2023 15:04
Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. 22. janúar 2023 14:39
Byrjað að opna vegi aftur Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum. 22. janúar 2023 14:29
Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. 22. janúar 2023 12:19