Minningarathöfn Lisu Marie Presley: Vinir, ættingjar og aðdáendur heiðra stjörnuna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. janúar 2023 22:36 Hér má sjá hinsta hvíldarstað Lisu Marie. Getty/Jason Kempin Minningarathöfn var haldin í dag á lóð Graceland setursins í Memphis í Tennessee til minningar um Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley. Lisa Marie lést úr hjartastoppi þann 13. janúar síðastliðinn. Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44
Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45
Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16