Tottenham Hotspur vann nágranna sína í Fulham með einu marki gegn engu í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum þegar leikurinn hófst. Fulham, sem hefur leikið einkar vel á leiktíðinni, hefði farið upp fyrir Tottenham með sigri en allt kom fyrir ekki.
Harry Kane skoraði eina mark leiksins í blálok fyrri hálfleiks og tryggði þar með Tottenham stigin þrjú. Fulham spiluðu vel og fengu færi til að jafna metin en inn vildi boltinn ekki, lokatölur á Craven Cottage 0-1.
Harry Kane's 266th Tottenham goal brings him level with Jimmy Greaves as the club's all-time leading goalscorer pic.twitter.com/xkQBTZ3vxH
— B/R Football (@brfootball) January 23, 2023
Tottenham er sem fyrr í 5. sæti en nú aðeins þremur stigum á eftir Manchester United sem er í 4. sætinu. Man Utd á þó leik til góða. Fulham er á sama tíma í 7. sæti.