Skilorðsbundin refsing fyrir vörslu grófs teiknaðs barnakláms Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 18:17 Héraðsdómur Reykjavíkur Karlmaður var á dögunum dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa haft í vörslum sínum þónokkuð magn teiknaðs barnaníðsefnis. Í dómi segir að efnið hafi verið af afar grófu tagi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira