Íslenskt símanúmer spilaði lykilþátt í hvarfi 14 ára spænskrar stúlku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 21:10 Spænska lögreglan hafði samband við ríkislögreglustjóra vegna íslensks símanúmer sem kom upp við rannsókn málsins. Getty Óskað var eftir aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda í tengslum við hvarf 14 ára unglingsstúlku í Almería á Spáni í síðustu viku. Stúlkan fannst eftir að hafa verið týnd í fjóra daga og var í fylgd með 19 ára konu sem grunuð er um að hafa ætlað að fara með stúlkuna úr landi. Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira