Síðustu leikir dagsins voru báðir upp á toppsæti riðlanna. Í milliriðli III mættust Noregur og Þýskaland. Fór það svo að Noregur vann lærisveinar Alfreðs með tveggja marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 28-26 Noregi í vil.
Goran Johannessen var markahæstur í liði Noregi með fimm mörk. Juri Knorr var á sama tíma markahæstur hjá Þýskalandi með átta mörk.
Í milliriðli IV mættust Danmörk og Egyptaland. Þar var aldrei spurning hvort liðið myndi enda á toppi riðilsins.
Danmörk var mun betri aðilinn frá upphafi leiksins og unnu á endanum sannfærandi fimm marka sigur eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 30-25 Dönum í vil. Mathias Gidsel og Simon Bogetoft Pytlick voru markahæstir í liði Danmerkur með átta mörk hvor.
Átta liða úrslit HM eru því klár og eru eftirfarandi:
- Frakkland gegn Þýskalandi
- Svíþjóð gegn Egyptalandi
- Noregur gegn Spáni
- Danmörk gegn Ungverjalandi
Leikirnir fjórir fara fram 25. janúar eða á miðvikudaginn kemur. Undanúrslitaleikirnir fara fram á föstudaginn og leikið verður til verðlauna á sunnudaginn, 29. janúar.