Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 10:06 Charles McGonigal, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. AP/John Minchillo Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. Þá er hann sagður hafa falið 225 þúsund dala greiðslur frá manni sem vann á árum áður fyrir leyniþjónustu Albaníu og McGonigal hefur verið ákærður fyrir fjárþvætti, brot á refsiaðgerðum og önnur brot. McGonigal, sem er 54 ára gamall, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. Þar sem Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) má lögum samkvæmt ekki starfa innan landamæra ríkisins er það er það á herðum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að finna og handtaka njósnara í Bandaríkjunum. Bæði erlenda njósnara og innlenda og var hann með rússneska auðjöfurinn Oleg Deripaska til rannsóknar. Deripaska er mjög auðugur og náinn bandamaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var McGonigal handtekinn í gær. Sergey Shestakov var einnig handtekinn en sá er túlkur sem sagður er hafa unnið fyrir Deripsaka. Báðir lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Útvegaði dóttur njósnara starf hjá lögreglunni Shestakkov er sagður hafa verði milliliður milli McGonigal og Deripsaka. Árið 2018, skömmu áður en McGonigal settist í helgan stein, kynnti Shestakov hann fyrir manni sem starfaði á árum áður sem erindreki fyrir Sovétríkin og svo Rússland en starfaði á þessum tíma fyrir Deripaska. Maðurinn er talinn vera rússneskur njósnari. Shestakov bað McGonigal um að útvega dóttur hins meinta njósnara lærlingastöðu innan gagnhryðjuverkadeild lögreglunnar í New York, sem McGonigal samþykkti. Lögregluþjónn tilkynnti þó skömmu síður til yfirmanna sinna og til FBI að dóttir njósnarans hefði sagst eiga í nánu sambandi við starfsmann FBI og að hann hefði veitt henni aðgang að leynilegum gögnum. Lögregluþjóninum þótti það óeðlilegt fyrir háskólanema. Sjá einnig: Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Eftir að McGonigal hætti hjá FBI, seinna á árinu 2018, fór hann að vinna sem rannsakandi hjá alþjóðlegu lögmannafyrirtæki. Þar vann hann að því að fá refsiaðgerðir gegn Deripaska felldar niður. McGonigal fékk þá 25 þúsund dali í gegnum fyrirtæki í eigu Shestakovs. Rannsakaði andstæðing Deripaska Svo var það árið 2021 sem McGonigal fór að rannsaka annan rússneskan auðjöfur, sem er andstæðingur Deripaska en þeir voru þá að berjast um stjórn rússneska fyrirtækis. McGonigal er sagður hafa fengið tugi þúsunda dala fyrir þá vinnu og fékk hann greiðslurnar í gegnum fyrirtæki sem vinur hans átti. Í ákærunni segir að hann hafi logið að vini sínum um greiðslurnar. McGonigal hefur einni verið ákærður vegna ferðar til Albaníu árið 2017. Þar hitti hann mann sem starfaði áður í albönsku leyniþjónustunni en sá lét McGonigal fá minnst 225 þúsund dali. Í Albaníu fundaði McGonigal einnig með forsætisráðherra landsins og varaði hann við því að veita rússneskum fyrirtækjum olíuleitarleyfi í Albaníu. Maðurinn sem hafði greitt McGonigal 225 þúsund dali og samstarfsmenn hans höfðu mikilla hagsmuna að gæta í því máli. Bandaríkin Rússland Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Þá er hann sagður hafa falið 225 þúsund dala greiðslur frá manni sem vann á árum áður fyrir leyniþjónustu Albaníu og McGonigal hefur verið ákærður fyrir fjárþvætti, brot á refsiaðgerðum og önnur brot. McGonigal, sem er 54 ára gamall, stjórnaði gagnnjósnadeild FBI í New York frá 2016 til 2018. Þar sem Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) má lögum samkvæmt ekki starfa innan landamæra ríkisins er það er það á herðum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að finna og handtaka njósnara í Bandaríkjunum. Bæði erlenda njósnara og innlenda og var hann með rússneska auðjöfurinn Oleg Deripaska til rannsóknar. Deripaska er mjög auðugur og náinn bandamaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var McGonigal handtekinn í gær. Sergey Shestakov var einnig handtekinn en sá er túlkur sem sagður er hafa unnið fyrir Deripsaka. Báðir lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Útvegaði dóttur njósnara starf hjá lögreglunni Shestakkov er sagður hafa verði milliliður milli McGonigal og Deripsaka. Árið 2018, skömmu áður en McGonigal settist í helgan stein, kynnti Shestakov hann fyrir manni sem starfaði á árum áður sem erindreki fyrir Sovétríkin og svo Rússland en starfaði á þessum tíma fyrir Deripaska. Maðurinn er talinn vera rússneskur njósnari. Shestakov bað McGonigal um að útvega dóttur hins meinta njósnara lærlingastöðu innan gagnhryðjuverkadeild lögreglunnar í New York, sem McGonigal samþykkti. Lögregluþjónn tilkynnti þó skömmu síður til yfirmanna sinna og til FBI að dóttir njósnarans hefði sagst eiga í nánu sambandi við starfsmann FBI og að hann hefði veitt henni aðgang að leynilegum gögnum. Lögregluþjóninum þótti það óeðlilegt fyrir háskólanema. Sjá einnig: Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Eftir að McGonigal hætti hjá FBI, seinna á árinu 2018, fór hann að vinna sem rannsakandi hjá alþjóðlegu lögmannafyrirtæki. Þar vann hann að því að fá refsiaðgerðir gegn Deripaska felldar niður. McGonigal fékk þá 25 þúsund dali í gegnum fyrirtæki í eigu Shestakovs. Rannsakaði andstæðing Deripaska Svo var það árið 2021 sem McGonigal fór að rannsaka annan rússneskan auðjöfur, sem er andstæðingur Deripaska en þeir voru þá að berjast um stjórn rússneska fyrirtækis. McGonigal er sagður hafa fengið tugi þúsunda dala fyrir þá vinnu og fékk hann greiðslurnar í gegnum fyrirtæki sem vinur hans átti. Í ákærunni segir að hann hafi logið að vini sínum um greiðslurnar. McGonigal hefur einni verið ákærður vegna ferðar til Albaníu árið 2017. Þar hitti hann mann sem starfaði áður í albönsku leyniþjónustunni en sá lét McGonigal fá minnst 225 þúsund dali. Í Albaníu fundaði McGonigal einnig með forsætisráðherra landsins og varaði hann við því að veita rússneskum fyrirtækjum olíuleitarleyfi í Albaníu. Maðurinn sem hafði greitt McGonigal 225 þúsund dali og samstarfsmenn hans höfðu mikilla hagsmuna að gæta í því máli.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira