Lesfimipróf barna – af hverju leggjum við þau fyrir? Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 24. janúar 2023 12:01 Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun