8 staðreyndir og 4 spurningar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. janúar 2023 14:00 Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar