Spurði Jón hvort hann hyggðist láta skjóta sig með rafbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2023 11:38 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra vísir/vilhelm Það verður að koma í ljós hvort Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hyggist prófa það að láta skjóta sig með rafbyssu. Þetta kom fram í svari hans við spurningu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata og nefndarmanns í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í gær. Þar sat Jón fyrir svörum um heimildir lögreglu til bera rafbyssur. Óskuðu nefndarmenn eftir nánari svörum við ýmsum spurningum sem vaknað hafa eftir að ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna tók gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Arndís var fyrsti nefndarmaðurinn til að bera upp spurningu. Krafði hún Jón um ýmis svör við spurningum á borð við hvað hann teldi kalla á rafbyssuvæðingu lögreglunnar og við hvaða aðstæður hann sæi fyrir sér að slíkum vopnum yrði beitt. Lokaspurning Arndísar til ráðherra hefur þó vakið hvað mesta athygli. „Að lokum langar mig til að spyrja, í þessari fyrstu umferð, hvort að ráðherra hyggist prófa að láta skjóta sig með slíku vopni áður en þau verða tekin til notkunar?“ spurði Arndís. Eftir að hafa farið yfir fyrri spurningar Arndísar, svaraði hann því að lokum hvort hann hyggðist láta prófa að skjóta sig með rafbyssu. „Hvort að ég hyggist aftur prófa það að láta skjóta mig með rafvarnarvopni. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jón. Horfa má á spurningar Arndísar og svör Jóns í spilaranum hér fyrir neðan. Arndís hefur orðið frá 1:20 í spilaranum. Jón svarar frá 3:05 til 8:20. Svar Jóns við þeirri spurningu sem þessi frétt fjallar um má sjá frá mínútu 8:07. Ákvörðunin um að leyfa lögreglu að bera rafbyssur er umdeild. Umboðsmaður Alþingis hefur til að mynda óskað eftir skýringum frá Jóni, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. Sagðist Ólafur telja að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau. Alþingi Rafbyssur Píratar Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09 „Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40 Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þar sat Jón fyrir svörum um heimildir lögreglu til bera rafbyssur. Óskuðu nefndarmenn eftir nánari svörum við ýmsum spurningum sem vaknað hafa eftir að ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna tók gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Arndís var fyrsti nefndarmaðurinn til að bera upp spurningu. Krafði hún Jón um ýmis svör við spurningum á borð við hvað hann teldi kalla á rafbyssuvæðingu lögreglunnar og við hvaða aðstæður hann sæi fyrir sér að slíkum vopnum yrði beitt. Lokaspurning Arndísar til ráðherra hefur þó vakið hvað mesta athygli. „Að lokum langar mig til að spyrja, í þessari fyrstu umferð, hvort að ráðherra hyggist prófa að láta skjóta sig með slíku vopni áður en þau verða tekin til notkunar?“ spurði Arndís. Eftir að hafa farið yfir fyrri spurningar Arndísar, svaraði hann því að lokum hvort hann hyggðist láta prófa að skjóta sig með rafbyssu. „Hvort að ég hyggist aftur prófa það að láta skjóta mig með rafvarnarvopni. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jón. Horfa má á spurningar Arndísar og svör Jóns í spilaranum hér fyrir neðan. Arndís hefur orðið frá 1:20 í spilaranum. Jón svarar frá 3:05 til 8:20. Svar Jóns við þeirri spurningu sem þessi frétt fjallar um má sjá frá mínútu 8:07. Ákvörðunin um að leyfa lögreglu að bera rafbyssur er umdeild. Umboðsmaður Alþingis hefur til að mynda óskað eftir skýringum frá Jóni, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. Sagðist Ólafur telja að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau.
Alþingi Rafbyssur Píratar Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09 „Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40 Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09
„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40
Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09
Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07