Halda sektinni til streitu og segja stöðukortið falsað Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2023 10:26 Vilberg við einn sektarmiðanna en skuld hans nemur 45 þúsund krónum. Bílastæðasjóður er ófáanlegur að fella sektina niður þrátt fyrir fötlun Vilbergs. aðsend Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum. „Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel. Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira
„Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel.
Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira