Síðasta föstudag tók keppnin óvæntan snúning þegar tilkynnt var að það yrði ekki aðeins einn keppandi sendur heim, heldur tveir. Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í símakosningu, en að lokum voru það Þórhildur og Ninja sem voru sendar heim.
Sjá: Dramatísk úrslitastund: „Ég er bara orðlaus“
Eftir standa þau Guðjón Smári, Kjalar, Saga Matthildur, Bía og Símon Grétar. Spennustigið eykst með hverri vikunni sem líður. Keppnin er orðin virkilega hörð og ljóst er að hvert atkvæði getur skipt máli.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða lög keppendur munu spreyta sig á í kvöld.
Guðjón Smári - 900-9002
„You Know My Name“ úr myndinni Casino Royal.

Kjalar - 900-9006
„Can't Take My Eyes of You“ úr myndinni 10 Things I Hate About You.

Saga Matthildur - 900-9001
„Skyfall“ úr myndinni Skyfall.

Bía - 900-9008
„I Have Nothing“ úr myndinni The Bodyguard.

Símon Grétar - 900-9007
„We All Die Young“ úr myndinni Rockstar.
