Árás lögreglumannanna stóð yfir í um þrjár mínútur, að sögn Guardian. Nichols lést af áverkum sínum á sjúkrahúsi þremur dögum eftir árásina. Lögreglumennirnir fimm gætu átt allt að sextíu ára fangelsi yfir höfði sér.

Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og segir lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg.
Yfirvöld vinna að rannsókn málsins og hefur lögreglan í Memphis heitið fullri samvinnu. Til stendur að deila myndböndum af handtökunni opinberlega í þessari viku eða þeirri næstu en fjölskylda Nichols hefur þegar fengið að sjá myndböndin.
