Bleiki liturinn settur í sviðsljósið með nýjum kerrum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 10:28 Bleiku kerrurnar eru minni en þær gulu. Þá þarf ekki að teygja sig jafn langt niður í hana. Vísir/Vilhelm Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur. Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur.
Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira