Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. janúar 2023 13:16 Vél Icelandair. vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira