„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 16:51 Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar. Körfubolti Haukar Dans Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Sjá meira
Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar.
Körfubolti Haukar Dans Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Sjá meira