Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2023 19:15 Samninganefnd Eflingar villl að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa tekið misvel í þær heimsóknir. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vilja að ráðherra beiti sér gegn miðlunartillögu Ríkissáttasemjari vill leggja tillögu sína í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar en félagið ekki viljað afhenda kjörskrá. Sáttasemjari leitaði á föstudag til héraðsdóms til að fá gögnin afhent. Héraðsdómur tekur beiðni sáttasemjara fyrir á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra varð við beiðni Eflingar að funda vegna stöðunnar í dag. Fundurinn átti að fara fram í fyrramálið en hefur nú verið frestað af ráðherra vegna fundar sem hann þarf að stýra í Kaupmannahöfn. „Við vonum og ætlumst til þess að ráðherra komi þeim skilaboðum áfram til ríkissáttasemjara að best sé að draga þessa miðlunartillögu einfaldlega til baka.“ Fram kemur í bréfi sem Sólveig sendi ráðherra í gærkvöldi að hann skuli ekki vanmeta Eflingu og þau viðbrögð sem Efling muni beina að stofnunum hins opinbera sem á þessu máli beri ábyrgð. Fagnar að verkalýðshreyfingin taki höndum saman Hvað meinarðu með þessu? „Mannkynssagan er auðvitað bara full af dæmum um það þegar jaðarsett fólk, sem valdastéttin hefur einhvern vegin komist upp með að halda úti í horni, rís upp og segir: Nei, við ætlum ekki að vera aftast í röðinni, við ætlum ekki að sætta okkur lengur við einhverja brauðmola frá ykkur heldur ætlum við að standa saman, berjast og vinna sigur.“ Annað kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Sólveig segir að verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fari samninganefnd að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag. Fari allt samkvæmt áætlun hefjist þau verkföll 14. febrúar. Ríkissáttasemjari hefur verið harðlega gagnrýndur úr öllum áttum fyrir að setja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. „Þegar vegið er að þessum réttindum með svona grófum hætti þá auðvitað rís hreyfingin upp og það er mikið fagnaðarefni að sjá það.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ráðherra fundar með Eflingu í fyrramálið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað forystu Eflingar á fund til sín klukkan 08:30 í fyrramálið. 29. janúar 2023 15:38 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa tekið misvel í þær heimsóknir. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vilja að ráðherra beiti sér gegn miðlunartillögu Ríkissáttasemjari vill leggja tillögu sína í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar en félagið ekki viljað afhenda kjörskrá. Sáttasemjari leitaði á föstudag til héraðsdóms til að fá gögnin afhent. Héraðsdómur tekur beiðni sáttasemjara fyrir á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra varð við beiðni Eflingar að funda vegna stöðunnar í dag. Fundurinn átti að fara fram í fyrramálið en hefur nú verið frestað af ráðherra vegna fundar sem hann þarf að stýra í Kaupmannahöfn. „Við vonum og ætlumst til þess að ráðherra komi þeim skilaboðum áfram til ríkissáttasemjara að best sé að draga þessa miðlunartillögu einfaldlega til baka.“ Fram kemur í bréfi sem Sólveig sendi ráðherra í gærkvöldi að hann skuli ekki vanmeta Eflingu og þau viðbrögð sem Efling muni beina að stofnunum hins opinbera sem á þessu máli beri ábyrgð. Fagnar að verkalýðshreyfingin taki höndum saman Hvað meinarðu með þessu? „Mannkynssagan er auðvitað bara full af dæmum um það þegar jaðarsett fólk, sem valdastéttin hefur einhvern vegin komist upp með að halda úti í horni, rís upp og segir: Nei, við ætlum ekki að vera aftast í röðinni, við ætlum ekki að sætta okkur lengur við einhverja brauðmola frá ykkur heldur ætlum við að standa saman, berjast og vinna sigur.“ Annað kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Sólveig segir að verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fari samninganefnd að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag. Fari allt samkvæmt áætlun hefjist þau verkföll 14. febrúar. Ríkissáttasemjari hefur verið harðlega gagnrýndur úr öllum áttum fyrir að setja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. „Þegar vegið er að þessum réttindum með svona grófum hætti þá auðvitað rís hreyfingin upp og það er mikið fagnaðarefni að sjá það.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ráðherra fundar með Eflingu í fyrramálið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað forystu Eflingar á fund til sín klukkan 08:30 í fyrramálið. 29. janúar 2023 15:38 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00
Ráðherra fundar með Eflingu í fyrramálið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað forystu Eflingar á fund til sín klukkan 08:30 í fyrramálið. 29. janúar 2023 15:38
Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59